Færsluflokkur: Vísindi og fræði
22.9.2007 | 10:57
Svar við spurningu gærdagsins
Jæja ekki voru margir sem svöruðu spurningu dagsins sem ég birti í gær. Ég þakka Jakobi Kristinssyni viðleitnina, en hann taldi að myndin væri annaðhvort tekin í Borgarfirðinum eða á Vestfjörðum. Ef ég hefði ekki sjálfur tekið myndina hefði ég líklegast einnig getið mér þess til að myndin væri tekin á Vestfjörðum. Fjallið er virkilega Vestfjarðalegt frá þessu sjónarhorni. Svarið við spurningu dagsins er hinsvegar að myndin er tekin ofarlega í skógræktinni að Mógilsá og er af Kistufellinu í Esjunni. Með svarinu við spurningu gærdagsins birti ég aðra mynd sem tekin var sama dag og er af hömrunum á milli Þverfellshorns og Kistufells, en ég hef bara ekki hugmynd um hvað þeir heita. Ef einhver sem þetta les veit hvað þeir heita má hann eða hún gjarnan láta ljós sitt skína í athugasemdum við þetta blogg.
7.5.2007 | 12:27
Óvenjuleg sjón – Hrafnslaupur í rafmagnsmastri
Á ferð um suðurland í gær, ókum við framhjá þessum hrafnslaup hátt í rafmagnsmastri. Ég hef ekki séð slíka staðsetningu áður og skil ekki hvernig hrafninum hefur tekist að raða saman laup sínum á þessum stað.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)