Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Vorkenni þeim ekkert

Ég vona að síðastliðnir dagar hafi fengið Íslendinga til að hugsa sig aðeins um og líta í eigin barm.  Hvort þeir þurfi virkilega að eiga jafn stóra og eyðslufreka bíla og þeir eiga.  Um síðustu helgi var í heimsókn hjá mér mikilsmetinn Finni, sem ferðast hefur vegna vinnu sinnar meira eða minna um allan heiminn.  Hann gat ekki stillt sig um að láta í ljós undrun sína yfir bílaflota landsmanna og þá sérstaklega hvað varðar risa pallbíla og fjölda fjórhjóladrifinna ökutækja.  Þetta var ekki hrifningarundrun.  Ég get ekki sagt að ég hafi samúð með 4x4 mönnum sem voru að mótmæla og keyra um götur borgarinnar á fáránlega stórum og eyðslufrekum ökutækjum sínum, sem mörg hver taka allt að fjórum bílastæðum þegar þeim er lagt.  Einnig hef ég enga samúð með vöruflutningabílstjórum.  Óheyrilegur rekstrarkostnaður vegakerfisins er algerlega af þeirra völdum.  Einn flutningabíll er víst að slíta vegununum á við 30.000 fólksbíla. Einnig hefur þurft að enduruppbyggja þjóðvegi landsins til að þola hinn gríðarlega öxulþunga þessara bifreiða, sem fara sívaxandi í stærð og þyngd.  Ég vona bara að hærra eldsneytisverð verði til þess að frekar verði hugað að sjóflutningum, en í þann flutningsfarveg mætti einmitt gjarnan beina flutningum.  Það er án efa þjóðhagslega mun hagkvæmara, þar sem því fylgir minni viðhalds og uppbyggingarkostnaður vega landsins.


mbl.is Bensínverð lægst á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Egill Helgason
Egill Helgason
Höfundur er oft hugsi yfir ýmsu.  Klórar sér oft í höfðinu.  Finnst alveg svakalega margt, en er dapurlega latur við að blogga.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband