Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Pabbinn

Í gærkvöldi var mér og konunni boðið að sjá sýninguna Pabbinn sem hann Bjarni Haukur Hellisbúi hefur sett upp í Iðnó í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar.  Ég hló svo mikið að ég bara verð að benda fólki á að sjá þetta - maður sá sjálfan sig í býsna mörgum atriðum LoL


Endaði í rúminu í 3 daga

Jæja hún fór ekki vel fyrsta skíðaferðin, sem ég fór síðastliðinn laugardag.  Ég fór einn uppí Bláfjöll án 6 ára sonar míns, sem ætlaði að spila tölvuleiki allan laugardaginn no matter what - hvort sem yrði heima eða hjá vinum sínum.  Playstation er svo gott sem búin að eyðileggja þennan annars góða og efnilega dreng.  Skíði hafa verið hans ær og kýr en nú er það playstation sem blífur.  Ég fékk nóg þarna um morguninn og tók  Playstation úr sambandi og er hún enn ótengd og verður svo áfram helst sem leeeengst.  En annars að skíðaferðinni.  Ég byrjaði á að fara öxlina svökölluðu í kóngsgilinu, en í henni var mikið grjót og þar sem mér er annt um skíðin mín ákvað ég að fara hana ekki aftur heldur fara gilið.  Já já einmitt skrifstofumaðurinn sem enga líkamsrækt annars stundar ætlaði aldeilis að sýna hvað hann gæti og endaði bara með að togna í bakinu.  Ég átti svo bágt með að komast út í bíl en þegar ég kom í bílinn áttaði ég mig á að ég komst ekki einu sinni úr skíðaskónum og varð að biðja nærstaddan mann klæða mig úr þeim.  Ég komst með herkjum heim og lá svo í rúminu næstu þrjá daga.  Svona fór um skíðaferð þá.

Skíðaiðkun á suðvesturlandi

Þrír drengir bíða spenntir í Skálafelli

Jæja skv. skrifum á skidasvaedi.is er stefnt að opnun einhverra lyfta í Bláfjöllum á morgun eða laugardag.  Ég er eins og spenntur smákrakki og get varla beðið eftir að opnuninni.  Langt er um liðið síðan skíðasvæðið á Akureyri var opnað og er það að mestu þakkað góðum snjógirðingum og ekki síst snjóframleiðslu með snjóbyssum.   Snjóbyssur eru eitthvað sem við þyrftum að hafa hér suðvestanlands, þar sem ef það er norðanátt er frost og engin úrkoma, en ef það er sunnanátt þá rignir.  Mér skylst að ekki sé hægt að koma við snjóbyssu í Bláfjöllum þar sem þar vantar vatn, það hripar allt niður í gljúpan jarðveginn. Öðru vísi held ég að aðstæðum hátti í Skálafelli, þar er nóg vatn og yfirleitt að því er þar kaldara skylst mér en í Bláfjöllum.  Því skil ég ekki afhverju ekki eru snjóbyssur í Skálafelli.  Hvað varð um byssurnar sem til voru í Hamragili ?  (Fyrir þá sem ekki vita var skíðasvæðinu í Hamragili lokað síðasta vor).

 

 


Fyrsta bloggfærsla

Af því mér finnst svo margt hef ég ákveðið að byrja að Blogga.   Ekki bara af því að ég vilji endilega koma skoðunum mínum á framfæri við aðra heldur líka vegna þess að ég held að það sé manni hollt að koma hugsunum sínum út úr hausnum á sér í texta.

En hvernig hagar maður sér á bloggi ?  Maður sér allskyns útfærslur og mönnum virðist mjög mislagið að koma bloggi frá sér, auk mjög misjafnra ,,leikrænna” tilburða.  Vona bara að mér takist hafa bloggið mitt lifandi og skemmtilegt aflestrar.

 

 


Höfundur

Egill Helgason
Egill Helgason
Höfundur er oft hugsi yfir ýmsu.  Klórar sér oft í höfðinu.  Finnst alveg svakalega margt, en er dapurlega latur við að blogga.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband