Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Austurevrópsku lögin bara margfallt betri

Verka SerduckaÆi hvernig væri nú að Eiríkur og fleiri taki tapi sem karlmenn og séu ekki með svona væl.  Mér eins og mörgum finnst lagið hans Eiríks stórgott á íslensku en bara því miður hallærislegt á ensku. Mér fannst Eiríki þó takast þetta mjög vel í gær og við geta verið stollt af honum.   Það er hinsvegar mjög athyglisvert að þær 10 þjóðir sem komust áfram eru allar frá austur Evrópu.  Ég er mikill Eurovision aðdáandi og fullyrði bara að austuevrópsku lögin eru bara margfallt betri lög en þau sem koma frá vesturevrópu.  Ætlar einhver að segja mér að þeim hafi t.d. fundist danska eða norska lagið hafa verið góð lög ?  Hvað varðar Austurevrópu lögin sem komust áfram í undankeppninni í gær, þá voru lögin frá Serbíu, Makedóníu, Slóveníu, Moldavíu og Georgíu bara alveg stórgóð.  Öllu lakari fundust mér þó hin lögin sem komust áfram. 

Austurevrópsku þjóðirnar eru ófeimnar við að syngja á eigin tungumáli og ég mæli með að á næsta ári verðum við Íslendingar við sjálfir og syngjum á íslensku. 


mbl.is Eiríkur: Samsæri austantjaldsmafíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvenjuleg sjón – Hrafnslaupur í rafmagnsmastri

hrafn2Á ferð um suðurland í gær, ókum við framhjá þessum hrafnslaup hátt í rafmagnsmastri.  Ég hef ekki séð slíka staðsetningu áður og skil ekki hvernig hrafninum hefur tekist að raða saman laup sínum á þessum stað.


Ábyrg efnahagsstjórn eða Stalínísk stóriðjustefna ?

Ríkisstjórnarflokkarnir og fylgismenn þeirra hafa klifað á því nú í aðdraganda kosninganna, sem og áður, hvað það hafi verið mikill uppgangur undanfarin ár og hvað fólk almennt hafi það mikið betra en áður.  Í þessum efnum tala þeir um ábyrga efnahagsstjórn.  Ekki ætla ég að þræta fyrir það að fólk hafi það almennt betra nú en fyrir fjórum árum síðan.  Það sem ég ætla hinsvegar að gera athugasemd við er hvernig að því er staðið.   Mikinn hagvöxt undanfarinna ára má líklega að lang stærstum hluta rekja til þeirra gríðarlegu framkvæmda sem verið hafa í tengslum við Kárahnjúkavirkjum.  Þó ég ætli nú samt ekki að gera lítið úr áhrifum einkavæðingar bankanna.  Sá hagvöxtur sem er tilkominn vegna framkvæmdanna fyrir austan er hinsvegar keyptur þannig að tekið er fyrir honum gríðarlega stórt lán.  Það er lánið sem spýtist inní þjóðfélagið sem greiðslur fyrir vinnu við virkjunina.  Lán sem þarf að endurgreiða – nema hvað.  Arðsemi framkvæmdanna er hinsvegar mjög vafasöm og fyrir þessar framkvæmdir var án efa mjög mörgum verkefnum sem hefðu getað gefið margfallt meiri arð ýtt út af borðinu þar sem áhrif framkvæmdanna hafa skilað svo gríðarlega sterkri krónu að fyrirtækjum með tekjur er í erlendri mynt er gert nær ómögulegt að þrífast á landinu og nýjum slíkum fyrirtækjum ómögulegt að rísa.  Hvað stendur svo eftir þegar framkvæmdunum er lokið ?  Jú virkjun, sem sárafáir starfa við og skilar lítilli eða engri arðsemi og svo gríðarlegar skuldir sem þarf að greiða.  Við hinsvegar urðum af þeim fyrirtækjum sem hefðu getað orðið til og verið til sem öflug fyrirtæki áfram og til langs tíma.  Á síðastliðnum 10 árum eða svo hafa sprottið upp mörg stórkostleg fyrirtæki með tekjur í erlendri mynt sem ráðið hafa til sín vel menntað starfsfólk.  Actavis, Össur, Marel, Decode og fleiri  En ég bendi á að þessi félög eru öll stofnuð áður en framkvæmdirnar fyrir austan fóru af stað.  Eftir að framkvæmdirnar fóru af stað hafa sárafá stór fyrirtæki með tekjur í erlendri mynt sprottið upp á Íslandi.  Ég man eftir einu fyrirtæki sem ég myndi setja í flokk með framangreindum fyrirtækjum, en það er CCP.  Stjórnendur þess félags hafa þó í fjölmiðlum kvartað sáran yfir því efnahagsumhverfi sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn hafa skapað og felst að mestu í gríðarlega sterkri krónu en einnig í háum launakostnaði.   Nú líður að lokum framkvæmdanna fyrir austan.  Ríkisstjórnarflokkarnir gera sér grein fyrir að  þá muni að sjálfsögðu draga saman í þjóðfélaginu og kreppa að.  Nema hvað !  Það stendur ekkert eftir, eftir að þessum framkvæmdum líkur.   Við töpuðum þeim tækifærum sem hefðu getað orðið til.  Lausn ríkisstjórnarflokkanna á kólnun hagkerfisins er algjör snilld.  Meira af því sama.  Fleiri virkjanir. Fleiri álver.   Ég sé það bara fyrir mér að nú þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn sjá að blautir skór okkar fara nú kólnandi þá hrópa þeir á okkur.  Hey heyrið nú öll pissum aftur skóna okkar, það virkaði svo helvíti vel síðast.  Það sér það hver heilvita maður að það er hægt að lifa flott ef maður tekur gríðarlega stórt lán til langs tíma.  En það kemur aftur að skuldadögunum.   Hvað það varðar að ríkisvaldið sé að leggja svona gríðarlega áherslu á eina atvinnugrein í stað þess leggja áherslu á að skapa hagstætt efnhagslegt umhverfi fyrir fyrirtæki að þrífast í er eingöngu hægt kalla Stalíníska stóriðjustefnu en ekki ábyrga efnahagsstjórn.aastalín

Nýja lookið

 Jæja ég hef lítið bloggað frá því ég setti upp síðuna mína og mér sem finnst svo margt.  En nú er mál að linni og er nú bloggferilinn hafinn upp til hæðanna, með nýju looki sem ætti að sverja sig vel að því sem koma skal.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Höfundur

Egill Helgason
Egill Helgason
Höfundur er oft hugsi yfir ýmsu.  Klórar sér oft í höfðinu.  Finnst alveg svakalega margt, en er dapurlega latur við að blogga.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband