Leita í fréttum mbl.is

Endaði í rúminu í 3 daga

Jæja hún fór ekki vel fyrsta skíðaferðin, sem ég fór síðastliðinn laugardag.  Ég fór einn uppí Bláfjöll án 6 ára sonar míns, sem ætlaði að spila tölvuleiki allan laugardaginn no matter what - hvort sem yrði heima eða hjá vinum sínum.  Playstation er svo gott sem búin að eyðileggja þennan annars góða og efnilega dreng.  Skíði hafa verið hans ær og kýr en nú er það playstation sem blífur.  Ég fékk nóg þarna um morguninn og tók  Playstation úr sambandi og er hún enn ótengd og verður svo áfram helst sem leeeengst.  En annars að skíðaferðinni.  Ég byrjaði á að fara öxlina svökölluðu í kóngsgilinu, en í henni var mikið grjót og þar sem mér er annt um skíðin mín ákvað ég að fara hana ekki aftur heldur fara gilið.  Já já einmitt skrifstofumaðurinn sem enga líkamsrækt annars stundar ætlaði aldeilis að sýna hvað hann gæti og endaði bara með að togna í bakinu.  Ég átti svo bágt með að komast út í bíl en þegar ég kom í bílinn áttaði ég mig á að ég komst ekki einu sinni úr skíðaskónum og varð að biðja nærstaddan mann klæða mig úr þeim.  Ég komst með herkjum heim og lá svo í rúminu næstu þrjá daga.  Svona fór um skíðaferð þá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Helgason
Egill Helgason
Höfundur er oft hugsi yfir ýmsu.  Klórar sér oft í höfðinu.  Finnst alveg svakalega margt, en er dapurlega latur við að blogga.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband