3.4.2008 | 15:21
Vorkenni þeim ekkert
Ég vona að síðastliðnir dagar hafi fengið Íslendinga til að hugsa sig aðeins um og líta í eigin barm. Hvort þeir þurfi virkilega að eiga jafn stóra og eyðslufreka bíla og þeir eiga. Um síðustu helgi var í heimsókn hjá mér mikilsmetinn Finni, sem ferðast hefur vegna vinnu sinnar meira eða minna um allan heiminn. Hann gat ekki stillt sig um að láta í ljós undrun sína yfir bílaflota landsmanna og þá sérstaklega hvað varðar risa pallbíla og fjölda fjórhjóladrifinna ökutækja. Þetta var ekki hrifningarundrun. Ég get ekki sagt að ég hafi samúð með 4x4 mönnum sem voru að mótmæla og keyra um götur borgarinnar á fáránlega stórum og eyðslufrekum ökutækjum sínum, sem mörg hver taka allt að fjórum bílastæðum þegar þeim er lagt. Einnig hef ég enga samúð með vöruflutningabílstjórum. Óheyrilegur rekstrarkostnaður vegakerfisins er algerlega af þeirra völdum. Einn flutningabíll er víst að slíta vegununum á við 30.000 fólksbíla. Einnig hefur þurft að enduruppbyggja þjóðvegi landsins til að þola hinn gríðarlega öxulþunga þessara bifreiða, sem fara sívaxandi í stærð og þyngd. Ég vona bara að hærra eldsneytisverð verði til þess að frekar verði hugað að sjóflutningum, en í þann flutningsfarveg mætti einmitt gjarnan beina flutningum. Það er án efa þjóðhagslega mun hagkvæmara, þar sem því fylgir minni viðhalds og uppbyggingarkostnaður vega landsins.
Bensínverð lægst á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var enginn af 4x4 mönnum að biðja um samúð, við tókum okkur til og fórum á "ógrulegu" jeppunum okkar að mótmæla álögum ríkisins á eldsneyti.
Það er skiljanlegt að finninn hafi verið hissa á frekar neikvæðan hátt þegar hann hefur ekki hugmynd um út á hvað jeppa-fjallamennskan gengur og þú ekki verið að draga fram neitt jákvætt við það heldur.
Ég hefði haft gaman að því að fara í stutta fjallaferð með hann segja honum frá og sjá hann ljóma.
Ísdrottningin, 4.4.2008 kl. 17:19
Æjæj *skellihlær* það á að standa "ógurlegu" jeppunum okkar....
Ísdrottningin, 4.4.2008 kl. 17:20
Hæ Ísdrottning
Nei veistu jeppar eru flottir á fjöllum og reyndar bara margir alveg ágætir á götunum, en menn verða bara að taka ábyrgð líka á sjálfum sér og ekki væla í að skattbyrðin sé flutt af þeim yfir á aðra. Bara til að upplýsa þig um persónulega hagi mína, þá á ég tvo jeppa og er það bara á minni ábyrgð að reka þá. þeir eru báðir alveg óbreyttir, alls ekkert ,,ógrulegir" og passa ljómandi vel á götunum og í bílastæði.
Egill Helgason (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.