Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
9.9.2008 | 16:41
Sprengjum bara það sem okkur sýnist
Það er bara ekkert tillit tekið til okkar sprengjuáhugamanna og því eru menn bara að sprengja í tætlur það sem þeim sýnist. Ríkið tekur af okkur skatta og gjöld, en kemur ekkert til móts við okkur t.d. með því að skaffa okkur byggingar eða landsvæði til sprenginga Það hefur orðið sprenging í fjölda sprengjuáhugamanna undanfarin ár og það eru ekki bara menn sem sprengja í dag á gamlárskvöld heldur er þetta bara orðið áhugamál og lífstíll fjölda manna allt árið um kring. Það bara verður að koma til móts við þennan hóp. Að kalla okkur skemmdarvarga er bara alger dónaskapur meðan ekkert tillit er tekið til okkar.
![]() |
Fordæma akstur utan vega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)