Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
12.11.2009 | 12:50
Hækkun tekjuskatts prósentu vinnuhvetjandi en ekki letjandi
Það er vinsælt þessa dagana að halda því fram að hækkun tekjuskattsprósentu sé vinnuletjandi og verði þess valdandi að folk vinni minna. Það þurfi engan kjarnorkueðlisfræðing til að sjá það. Velti hinsvegar fyrir mér hvort hægt sé að vísa í einhvern hagfræðing þessu til stuðnings frekar en kjarnorkueðlisfræðing. Staðreyndin er hinsvegar sú að hærri tekjuskatts prósenta leiðir til lægri nettó launa í vasann, sem hlýtur þá mun frekar að leiða til þess að venjulegt fólk þurfi að vinna meira en ekki minna til að endar nái saman. Hækkun tekjuskattsprósentu hlýtur því að vera vinnuhvetjandi en ekki letjandi.
Ég ætla einnig að leyfa mér að halda því fram að þó fólk hafi vel til hnífs og skeiðar þá eftir því sem fólk hefur hærri laun þá vinni það minna en ekki öfugt, nema það vinni bara ánægjunnar vegna og þá skipta skattar líka engu máli.
Þrepaskipt skattprósenta held ég hinsvegar að geti verið varasamt fyrirbæri og virkað vinnuletjandi fyrir þá sem eru við þrepamörkin.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Af mbl.is
Erlent
- Beðið í örvæntingu eftir fundinum í Rósagarðinum
- Rubio og Rasmussen funda í vikunni
- Stefna Trump-stjórninni
- Einnar mínútu þögn í Mjanmar
- Málið vindur upp á sig: Nítján handtökur
- Trump líkir sakfellingu Le Pen við eigin lagadeilur
- Lík nýfædds barns fannst í poka
- Óþekkjanlegt frá hryllingnum sem blasti við
- Yfir þúsund drepnir á þrettán dögum
- Bandaríkjamenn segja útilokun Le Pen áhyggjuefni