Leita í fréttum mbl.is

Meiri forsjárhyggju

Mikið er ég ánægður þessa dagana með nýtilkomið reykingabann á veitingastöðum.  Frábært að þurfa ekki að anda að sér eiturlofti eða að anga eins og öskubakki eftir heimsókn á veitingastað.  En ekki stendur nú á frelsisbullurunum þessa dagana að rakka reykingabannið niður og fara miklum neikvæðum orðum um forsjárhyggju ríkisvaldsins og skerðingum á frelsi einstaklingsins.  Rök þessara aðila eru því miður eins og ólundarlegra smákrakka og enginn má hafa vit fyrir öðrum.  Ég er hinsvegar svo ánægður með að á mörgum sviðum sé haft vit fyrir mér.  Því þó ég sé nú nokkuð vel upplýstur þá þyrfti ég að hafa mig allan við ef ekki nyti við forsjárhyggju þar sem ýmislegt er leyft en annað bannað.  Hversu stórt hlutfall reykingafólks ætli óski þess að það hefði aldrei byrjað að reykja?  Það held ég að sé býsna stórt hlutfall.  Ég hef í gegnum tíðina þekkt marga sem hafa haft mikið fyrir því að hætta að reykja og nokkra þekki ég sem hafa reynt og reynt að hætta en bara geta það ekki.  Reykingar eru heldur ekki einkamál neins hvorki á opinberum stöðum né öðrum, þar sem kostnaðurinn við heilsutap reykingamannsins fellur á samfélagið allt.   Vona nú bara að stjórnvöld sýni sem fyrst meiri forsjárhyggju og veiti sígarettunni náðarhöggið með banni  við sölu sígaretta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Helgason
Egill Helgason
Höfundur er oft hugsi yfir ýmsu.  Klórar sér oft í höfðinu.  Finnst alveg svakalega margt, en er dapurlega latur við að blogga.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband