Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
11.5.2007 | 09:43
Austurevrópsku lögin bara margfallt betri
Æi hvernig væri nú að Eiríkur og fleiri taki tapi sem karlmenn og séu ekki með svona væl. Mér eins og mörgum finnst lagið hans Eiríks stórgott á íslensku en bara því miður hallærislegt á ensku. Mér fannst Eiríki þó takast þetta mjög vel í gær og við geta verið stollt af honum. Það er hinsvegar mjög athyglisvert að þær 10 þjóðir sem komust áfram eru allar frá austur Evrópu. Ég er mikill Eurovision aðdáandi og fullyrði bara að austuevrópsku lögin eru bara margfallt betri lög en þau sem koma frá vesturevrópu. Ætlar einhver að segja mér að þeim hafi t.d. fundist danska eða norska lagið hafa verið góð lög ? Hvað varðar Austurevrópu lögin sem komust áfram í undankeppninni í gær, þá voru lögin frá Serbíu, Makedóníu, Slóveníu, Moldavíu og Georgíu bara alveg stórgóð. Öllu lakari fundust mér þó hin lögin sem komust áfram.
Austurevrópsku þjóðirnar eru ófeimnar við að syngja á eigin tungumáli og ég mæli með að á næsta ári verðum við Íslendingar við sjálfir og syngjum á íslensku.
Eiríkur: Samsæri austantjaldsmafíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 12:27
Óvenjuleg sjón – Hrafnslaupur í rafmagnsmastri
Á ferð um suðurland í gær, ókum við framhjá þessum hrafnslaup hátt í rafmagnsmastri. Ég hef ekki séð slíka staðsetningu áður og skil ekki hvernig hrafninum hefur tekist að raða saman laup sínum á þessum stað.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 23:39
Ábyrg efnahagsstjórn eða Stalínísk stóriðjustefna ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2007 | 23:01
Nýja lookið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)