Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
22.9.2007 | 10:57
Svar við spurningu gærdagsins
Jæja ekki voru margir sem svöruðu spurningu dagsins sem ég birti í gær. Ég þakka Jakobi Kristinssyni viðleitnina, en hann taldi að myndin væri annaðhvort tekin í Borgarfirðinum eða á Vestfjörðum. Ef ég hefði ekki sjálfur tekið myndina hefði ég líklegast einnig getið mér þess til að myndin væri tekin á Vestfjörðum. Fjallið er virkilega Vestfjarðalegt frá þessu sjónarhorni. Svarið við spurningu dagsins er hinsvegar að myndin er tekin ofarlega í skógræktinni að Mógilsá og er af Kistufellinu í Esjunni. Með svarinu við spurningu gærdagsins birti ég aðra mynd sem tekin var sama dag og er af hömrunum á milli Þverfellshorns og Kistufells, en ég hef bara ekki hugmynd um hvað þeir heita. Ef einhver sem þetta les veit hvað þeir heita má hann eða hún gjarnan láta ljós sitt skína í athugasemdum við þetta blogg.
21.9.2007 | 14:13
Spurning dagsins
Jæja ég hef verið afspyrnu latur að blogga um mjög langt skeið. Reyndar hef ég haft yfirdrifið nóg að gera. Jæja en hvað um það. Um síðustu helgi fékk ég mér skemmtilegan göngutúr í fallegu umhverfi og haustið skartaði sínu fegursta. Ég tók margar myndir og setti eina þeirra sem skjámynd í tölvuna mína í vinnunni. Ýmsir hafa kommentað á myndina og spurt hvar hún sé tekin. Enginn hefur hinsvegar viljað trúa svarinu. Ég ætla því að leyfa öðrum að njóta myndarinnar en spurning dagsins er sem sagt hvar er myndin tekin ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)