Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Ábyrg efnahagsstjórn eða Stalínísk stóriðjustefna ?

Ríkisstjórnarflokkarnir og fylgismenn þeirra hafa klifað á því nú í aðdraganda kosninganna, sem og áður, hvað það hafi verið mikill uppgangur undanfarin ár og hvað fólk almennt hafi það mikið betra en áður.  Í þessum efnum tala þeir um ábyrga efnahagsstjórn.  Ekki ætla ég að þræta fyrir það að fólk hafi það almennt betra nú en fyrir fjórum árum síðan.  Það sem ég ætla hinsvegar að gera athugasemd við er hvernig að því er staðið.   Mikinn hagvöxt undanfarinna ára má líklega að lang stærstum hluta rekja til þeirra gríðarlegu framkvæmda sem verið hafa í tengslum við Kárahnjúkavirkjum.  Þó ég ætli nú samt ekki að gera lítið úr áhrifum einkavæðingar bankanna.  Sá hagvöxtur sem er tilkominn vegna framkvæmdanna fyrir austan er hinsvegar keyptur þannig að tekið er fyrir honum gríðarlega stórt lán.  Það er lánið sem spýtist inní þjóðfélagið sem greiðslur fyrir vinnu við virkjunina.  Lán sem þarf að endurgreiða – nema hvað.  Arðsemi framkvæmdanna er hinsvegar mjög vafasöm og fyrir þessar framkvæmdir var án efa mjög mörgum verkefnum sem hefðu getað gefið margfallt meiri arð ýtt út af borðinu þar sem áhrif framkvæmdanna hafa skilað svo gríðarlega sterkri krónu að fyrirtækjum með tekjur er í erlendri mynt er gert nær ómögulegt að þrífast á landinu og nýjum slíkum fyrirtækjum ómögulegt að rísa.  Hvað stendur svo eftir þegar framkvæmdunum er lokið ?  Jú virkjun, sem sárafáir starfa við og skilar lítilli eða engri arðsemi og svo gríðarlegar skuldir sem þarf að greiða.  Við hinsvegar urðum af þeim fyrirtækjum sem hefðu getað orðið til og verið til sem öflug fyrirtæki áfram og til langs tíma.  Á síðastliðnum 10 árum eða svo hafa sprottið upp mörg stórkostleg fyrirtæki með tekjur í erlendri mynt sem ráðið hafa til sín vel menntað starfsfólk.  Actavis, Össur, Marel, Decode og fleiri  En ég bendi á að þessi félög eru öll stofnuð áður en framkvæmdirnar fyrir austan fóru af stað.  Eftir að framkvæmdirnar fóru af stað hafa sárafá stór fyrirtæki með tekjur í erlendri mynt sprottið upp á Íslandi.  Ég man eftir einu fyrirtæki sem ég myndi setja í flokk með framangreindum fyrirtækjum, en það er CCP.  Stjórnendur þess félags hafa þó í fjölmiðlum kvartað sáran yfir því efnahagsumhverfi sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn hafa skapað og felst að mestu í gríðarlega sterkri krónu en einnig í háum launakostnaði.   Nú líður að lokum framkvæmdanna fyrir austan.  Ríkisstjórnarflokkarnir gera sér grein fyrir að  þá muni að sjálfsögðu draga saman í þjóðfélaginu og kreppa að.  Nema hvað !  Það stendur ekkert eftir, eftir að þessum framkvæmdum líkur.   Við töpuðum þeim tækifærum sem hefðu getað orðið til.  Lausn ríkisstjórnarflokkanna á kólnun hagkerfisins er algjör snilld.  Meira af því sama.  Fleiri virkjanir. Fleiri álver.   Ég sé það bara fyrir mér að nú þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn sjá að blautir skór okkar fara nú kólnandi þá hrópa þeir á okkur.  Hey heyrið nú öll pissum aftur skóna okkar, það virkaði svo helvíti vel síðast.  Það sér það hver heilvita maður að það er hægt að lifa flott ef maður tekur gríðarlega stórt lán til langs tíma.  En það kemur aftur að skuldadögunum.   Hvað það varðar að ríkisvaldið sé að leggja svona gríðarlega áherslu á eina atvinnugrein í stað þess leggja áherslu á að skapa hagstætt efnhagslegt umhverfi fyrir fyrirtæki að þrífast í er eingöngu hægt kalla Stalíníska stóriðjustefnu en ekki ábyrga efnahagsstjórn.aastalín

Nýja lookið

 Jæja ég hef lítið bloggað frá því ég setti upp síðuna mína og mér sem finnst svo margt.  En nú er mál að linni og er nú bloggferilinn hafinn upp til hæðanna, með nýju looki sem ætti að sverja sig vel að því sem koma skal.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Pabbinn

Í gærkvöldi var mér og konunni boðið að sjá sýninguna Pabbinn sem hann Bjarni Haukur Hellisbúi hefur sett upp í Iðnó í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar.  Ég hló svo mikið að ég bara verð að benda fólki á að sjá þetta - maður sá sjálfan sig í býsna mörgum atriðum LoL


Endaði í rúminu í 3 daga

Jæja hún fór ekki vel fyrsta skíðaferðin, sem ég fór síðastliðinn laugardag.  Ég fór einn uppí Bláfjöll án 6 ára sonar míns, sem ætlaði að spila tölvuleiki allan laugardaginn no matter what - hvort sem yrði heima eða hjá vinum sínum.  Playstation er svo gott sem búin að eyðileggja þennan annars góða og efnilega dreng.  Skíði hafa verið hans ær og kýr en nú er það playstation sem blífur.  Ég fékk nóg þarna um morguninn og tók  Playstation úr sambandi og er hún enn ótengd og verður svo áfram helst sem leeeengst.  En annars að skíðaferðinni.  Ég byrjaði á að fara öxlina svökölluðu í kóngsgilinu, en í henni var mikið grjót og þar sem mér er annt um skíðin mín ákvað ég að fara hana ekki aftur heldur fara gilið.  Já já einmitt skrifstofumaðurinn sem enga líkamsrækt annars stundar ætlaði aldeilis að sýna hvað hann gæti og endaði bara með að togna í bakinu.  Ég átti svo bágt með að komast út í bíl en þegar ég kom í bílinn áttaði ég mig á að ég komst ekki einu sinni úr skíðaskónum og varð að biðja nærstaddan mann klæða mig úr þeim.  Ég komst með herkjum heim og lá svo í rúminu næstu þrjá daga.  Svona fór um skíðaferð þá.

Skíðaiðkun á suðvesturlandi

Þrír drengir bíða spenntir í Skálafelli

Jæja skv. skrifum á skidasvaedi.is er stefnt að opnun einhverra lyfta í Bláfjöllum á morgun eða laugardag.  Ég er eins og spenntur smákrakki og get varla beðið eftir að opnuninni.  Langt er um liðið síðan skíðasvæðið á Akureyri var opnað og er það að mestu þakkað góðum snjógirðingum og ekki síst snjóframleiðslu með snjóbyssum.   Snjóbyssur eru eitthvað sem við þyrftum að hafa hér suðvestanlands, þar sem ef það er norðanátt er frost og engin úrkoma, en ef það er sunnanátt þá rignir.  Mér skylst að ekki sé hægt að koma við snjóbyssu í Bláfjöllum þar sem þar vantar vatn, það hripar allt niður í gljúpan jarðveginn. Öðru vísi held ég að aðstæðum hátti í Skálafelli, þar er nóg vatn og yfirleitt að því er þar kaldara skylst mér en í Bláfjöllum.  Því skil ég ekki afhverju ekki eru snjóbyssur í Skálafelli.  Hvað varð um byssurnar sem til voru í Hamragili ?  (Fyrir þá sem ekki vita var skíðasvæðinu í Hamragili lokað síðasta vor).

 

 


Fyrsta bloggfærsla

Af því mér finnst svo margt hef ég ákveðið að byrja að Blogga.   Ekki bara af því að ég vilji endilega koma skoðunum mínum á framfæri við aðra heldur líka vegna þess að ég held að það sé manni hollt að koma hugsunum sínum út úr hausnum á sér í texta.

En hvernig hagar maður sér á bloggi ?  Maður sér allskyns útfærslur og mönnum virðist mjög mislagið að koma bloggi frá sér, auk mjög misjafnra ,,leikrænna” tilburða.  Vona bara að mér takist hafa bloggið mitt lifandi og skemmtilegt aflestrar.

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Egill Helgason
Egill Helgason
Höfundur er oft hugsi yfir ýmsu.  Klórar sér oft í höfðinu.  Finnst alveg svakalega margt, en er dapurlega latur við að blogga.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband