18.1.2007 | 15:46
Skíðaiðkun á suðvesturlandi
Jæja skv. skrifum á skidasvaedi.is er stefnt að opnun einhverra lyfta í Bláfjöllum á morgun eða laugardag. Ég er eins og spenntur smákrakki og get varla beðið eftir að opnuninni. Langt er um liðið síðan skíðasvæðið á Akureyri var opnað og er það að mestu þakkað góðum snjógirðingum og ekki síst snjóframleiðslu með snjóbyssum. Snjóbyssur eru eitthvað sem við þyrftum að hafa hér suðvestanlands, þar sem ef það er norðanátt er frost og engin úrkoma, en ef það er sunnanátt þá rignir. Mér skylst að ekki sé hægt að koma við snjóbyssu í Bláfjöllum þar sem þar vantar vatn, það hripar allt niður í gljúpan jarðveginn. Öðru vísi held ég að aðstæðum hátti í Skálafelli, þar er nóg vatn og yfirleitt að því er þar kaldara skylst mér en í Bláfjöllum. Því skil ég ekki afhverju ekki eru snjóbyssur í Skálafelli. Hvað varð um byssurnar sem til voru í Hamragili ? (Fyrir þá sem ekki vita var skíðasvæðinu í Hamragili lokað síðasta vor).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.