15.6.2007 | 10:27
Stórkostlegt framtak
Stórkostlegt framtak Sýslumannsins á Selfossi að ætla að gera mótorhjól ökunýðinga upptæk. Mér finnst það reyndar ganga of skammt og tel að menn sem verða uppvísir að glæfraakstri á allt að 200 kílómetra hraða eigi jafn mikið skilið fangelsisdóm og maður sem skýtur í allar áttir úr haglabyssu á almannafæri.
Ég velti því fyrir mér hvernig maður eigi að taka margbirtum auglýsingum mótórhjólamanna undanfarna mánuði um að taka tillit til þeirra í umferðinni, þegar tillitsleysi stórs hluta þeirra sjálfra virðist algjört gagnvart öðrum borgurum í umferðinni. Ég velti því líka fyrir mér hvort það sé ekki af tillittsemi við samborgarana að það virðist vinsælast í dag meðal mótorhjólamanna að hávaðinn frá mótorhjóli þeirra sé sem allra mestur. Kærar þakkir fyrir það ! Það er nefninlega svo yndislega gaman að hafa mótorhjóladrunur í eyrunum hvenær sem er dags eða nætur.
Sorry en fyrir mér er í bara að verða samansemmerki á milli mótorhjólamanna, ofbeldis og glæpamanna.
Vill að mótorhjólin verði gerð upptæk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr, heyr. Hjartanlega sammála. Það er löngu orðið tímabært að setja ökuníðinga undir sama hatt og aðra ofbeldismenn í samfélaginu.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 15.6.2007 kl. 10:43
sá vægir sem vitið hefur meira.. vélhjólamenn lenda oftar í slysum vegna óaðgæslu annara ökumanna en þeirra sjálfra.. vélhjólamenn eru eins misjafnir og þeir eru margir.. á vorin eru þeir eins og beljurnar sem eru nýsloppnar út í ferka loftið og frelsið..
Tökum tillit til vélhjólamanna og vonumst til þess sama frá þeim.
Óskar Þorkelsson, 15.6.2007 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.