Leita í fréttum mbl.is

Skipulagsmistök í uppsiglingu

Álafosskvos yfirlitsmyndÉg hef verið búsettur í Mosfellsbæ nú í haust í 9 ár.  Fljótlega eftir að ég flutti uppgötvaði ég Álafosskvosina, sem frábæran stað til að vera á, þó ég reyndar búi í allnokkurri fjarlægð frá henni.  Ganga frá íþróttahúsinu eða miðbæ Mosfellsbæjar uppí Álafosskvos og uppfyrir hana er einhver skemmtilegasta ganga sem hægt er að fara í bænum.  Þar sem miðbæjar-, íþrótta- og hlégarðssvæðið mæta svæðinu neðan Álafosskvosar í kvosinni við Vesturlandsveg má segja að að sé miðja bæjarins en þar er nú þvi miður fyrirhugað að að setja mislæg gatnamót í tengslum við fyrirhugaða legu Helgafellsbrautar.   Þar sem þetta svæði er að því er mér finnst bæði fallegasta svæði bæjarins og miðja bæjarins finnst mér stórslys svo ekki sé meira sagt ef þarna verða mislæg gatnamót.  Það hefur farið meira fyrir umræðu um verndun Álafosskvosarinnar sjálfrar en minna um mislægu gatnamótin sem koma til með að þurfa að verða á þessum Helgafellsvegi og Vesturlandsvegi, en með tilkomu þeirra erum við komin með fyriferðarmikil mislæg gatnamót á besta stað í miðju bæjarins, sem í raun slíta mögulega skemmtilega þróun á þessu svæði í sundur.  Ég held að fáir hafi gert sér grein fyrir þessu.  Ég fyrir mitt leyti ætla rétt að vona að það komi til með að fara fram íbúakosning í Mosfellsbæ um þetta mjög svo eldfima mál.  Í þau 9 ár sem ég hef búið í bænum hefur aldrei komið upp viðlíka deilumál svo ég muni eftir og ekki nema eðlilegt að fram fari íbúakosning um valmöguleika í stöðunni.  Á þeim myndum sem hafa verið lagðar fram til kynningar á framkvæmdinni man ég ekki eftir að hafa séð útfærslu á mislægu gatnamótunum enda væntanlega reynt að gera sem minnst úr vægi þeirra.  Á myndinni sem fylgir hér með sjást þessi mislægu gatnamót einmitt ekki.


mbl.is Kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda við endurnýjun fráveitulagna meðfram Varmá hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Helgason
Egill Helgason
Höfundur er oft hugsi yfir ýmsu.  Klórar sér oft í höfðinu.  Finnst alveg svakalega margt, en er dapurlega latur við að blogga.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband