Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
25.1.2007 | 18:17
Pabbinn
Í gærkvöldi var mér og konunni boðið að sjá sýninguna Pabbinn sem hann Bjarni Haukur Hellisbúi hefur sett upp í Iðnó í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Ég hló svo mikið að ég bara verð að benda fólki á að sjá þetta - maður sá sjálfan sig í býsna mörgum atriðum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 09:21
Endaði í rúminu í 3 daga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 15:46
Skíðaiðkun á suðvesturlandi
Jæja skv. skrifum á skidasvaedi.is er stefnt að opnun einhverra lyfta í Bláfjöllum á morgun eða laugardag. Ég er eins og spenntur smákrakki og get varla beðið eftir að opnuninni. Langt er um liðið síðan skíðasvæðið á Akureyri var opnað og er það að mestu þakkað góðum snjógirðingum og ekki síst snjóframleiðslu með snjóbyssum. Snjóbyssur eru eitthvað sem við þyrftum að hafa hér suðvestanlands, þar sem ef það er norðanátt er frost og engin úrkoma, en ef það er sunnanátt þá rignir. Mér skylst að ekki sé hægt að koma við snjóbyssu í Bláfjöllum þar sem þar vantar vatn, það hripar allt niður í gljúpan jarðveginn. Öðru vísi held ég að aðstæðum hátti í Skálafelli, þar er nóg vatn og yfirleitt að því er þar kaldara skylst mér en í Bláfjöllum. Því skil ég ekki afhverju ekki eru snjóbyssur í Skálafelli. Hvað varð um byssurnar sem til voru í Hamragili ? (Fyrir þá sem ekki vita var skíðasvæðinu í Hamragili lokað síðasta vor).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 09:34
Fyrsta bloggfærsla
Af því mér finnst svo margt hef ég ákveðið að byrja að Blogga. Ekki bara af því að ég vilji endilega koma skoðunum mínum á framfæri við aðra heldur líka vegna þess að ég held að það sé manni hollt að koma hugsunum sínum út úr hausnum á sér í texta.
En hvernig hagar maður sér á bloggi ? Maður sér allskyns útfærslur og mönnum virðist mjög mislagið að koma bloggi frá sér, auk mjög misjafnra ,,leikrænna tilburða. Vona bara að mér takist hafa bloggið mitt lifandi og skemmtilegt aflestrar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Af mbl.is
Innlent
- Íbúar ráða örlögum verksmiðju
- Eins og ef Kjörbúðin á Blönduósi færi í verkfall
- Viðreisn fengi flest þingsæti
- Vegirnir voru eins og borðstofuborð
- Jonni vann Rímnaflæði
- Eldur kviknaði í bifreið í Mosfellsbæ
- Einn með bónusvinninginn
- Tilbúin að bregðast við skelli slæm sviðsmynd á
- Framkvæmdir fyrir alls tvo milljarða
- Við munum ekki hvílast fyrr en þetta klárast
Erlent
- Lagt til að fátækari þjóðum verði hjálpað
- Á sjötta tug látnir eftir loftárásir Ísraela
- Bert veldur miklu raski á Bretlandseyjum
- Einn handtekinn eftir að kona fannst látin
- Erdogan fagnar handtökuskipuninni
- Finnair aflýsir 300 flugferðum vegna verkfalla
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
Fólk
- Fyrsta stiklan úr Vigdísi
- Gert á kostnað brostinna hjarta
- Harry alltaf einn á ferð
- Diddy óskar eftir að losna í þriðja sinn
- Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan
- Kom aðdáendum í opna skjöldu
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu