15.6.2007 | 10:27
Stórkostlegt framtak
Stórkostlegt framtak Sýslumannsins á Selfossi að ætla að gera mótorhjól ökunýðinga upptæk. Mér finnst það reyndar ganga of skammt og tel að menn sem verða uppvísir að glæfraakstri á allt að 200 kílómetra hraða eigi jafn mikið skilið fangelsisdóm og maður sem skýtur í allar áttir úr haglabyssu á almannafæri.
Ég velti því fyrir mér hvernig maður eigi að taka margbirtum auglýsingum mótórhjólamanna undanfarna mánuði um að taka tillit til þeirra í umferðinni, þegar tillitsleysi stórs hluta þeirra sjálfra virðist algjört gagnvart öðrum borgurum í umferðinni. Ég velti því líka fyrir mér hvort það sé ekki af tillittsemi við samborgarana að það virðist vinsælast í dag meðal mótorhjólamanna að hávaðinn frá mótorhjóli þeirra sé sem allra mestur. Kærar þakkir fyrir það ! Það er nefninlega svo yndislega gaman að hafa mótorhjóladrunur í eyrunum hvenær sem er dags eða nætur.
Sorry en fyrir mér er í bara að verða samansemmerki á milli mótorhjólamanna, ofbeldis og glæpamanna.
Vill að mótorhjólin verði gerð upptæk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2007 | 13:57
Egill Helgason á blog.is
Þrátt fyrir að hafa ekki uppfært síðuna mína nokkurn tíma sé ég að heimsóknum á hana fer fjölgandi og án efa vegna nafnaruglings, því nú hefur hinn stórfrægi nafni minn Egill Helgason Blaðamaður byrjað að blogga hér á blog.is. Ég er þó nokkuð viss um að Egill Blaðamaður Helgason hefur eitthvert millinafn, þó reyndar sé það ekki Blaðamaður. Það væri ágætt ef hann væri til í að nota það til aðgreiningar frá mér. Í gegnum tíðina hef ég bæði haft gaman af og ekki af nafnaruglingi við Egil Helgason Blaðamann. Það byrjaði fyrir tíu til fimmtán árum síðan með símhringingu frá Berki nokkrum Gunnarssyni. Við Börkur höfðum verið saman í árgangi í Versló og ekki meira en rétt málkunnugir og liðin nokkur ár frá því við útskrifuðumst. Ég var síst að skilja hvað Börkur vildi mér, en hann var hinn hressasti og kjaftaði í honum hver tuska og sagði mér óstöðvandi frá ferð sinni sem blaðamanns til Júgóslavíu, en ég braut heilann um hvað í ósköpunum hann vildi mér. En sögunum lauk og Börkur spurði mig um greinina mína í Helgarpóstinum. Ég varð undrandi og svaraði honum að hann væri nú varla að tala við réttan Egil Helgason. Honum varð mikið um og kvaddi 1-2 og 3, án þess svo mikið að fá útskýringu á af hverju ég kannaðist við hann. Nokkru síðar hringdi maður sem var mikið niðri fyrir og spurði hvort ég væri Egill Helgason. Ég játti því. Sagði hann þá að hann væri alls ekki sáttur við mig. Mér krossbrá hvað hafði ég nú gert ! Hann var alls ekki sáttur við kvikmyndagagnrýni mína í Helgarpóstinum. Mér létti stórum og útskýrði fyrir honum að hann væri ekki að tala við réttan Egil Helgason. Við það æstist hann enn meir og sagði að ég skyldi sko ekki halda að ég kæmist svona frá þessu, hann hefði nefninlega fengið númerið mitt uppgefið hjá Helgarpóstinum. Áttum við lengra samtal þar sem ég marg reyndi að útskýra málið en hann var nær óður yfir hvernig ég átti að hafa farið gríðarlega ósanngjörnum orðum um einhvern uppáhalds leikara hans. Á endanum var ég búinn að fá nóg og sagði við manninn að ég hefði bara verið í vondu skapi þegar ég fór á myndina og hefði bara aldrei getað þolað viðkomandi leikara og hann yrði bara að hafa það. Fleiri símtöl fékk ég næstu árin, yfirleitt frá ágætu fólki, en líka alveg verulega skrítnu. Sem betur fer hefur dregið mikið úr þessum nafnaruglingi hin síðari ár þó af og til fái ég enn svona símtöl. Þó flest þessara símtala hafi verið tíðindalítil eða hálf óskemmtileg fékk ég fyrir nokkrum árum mjög skemmtilegt símtal frá Ólafi F Magnússyni, sem vert er að minnast á. Síminn hringdi og ég svaraði bara halló og Ólafur spyr hvort ég sé Egill Helgason, ég játti því. Hann segir þá ,,ja það er bara ekkert mál að ná í þig, ,,ha nei, af hverju ætti það að vera segi ég undrandi, ,,nei maður myndi halda að jafn frægur maður og þú hefði einhvern buffer, segir Ólafur og kynnir sig. Ég svara þá ,,Nei heyrðu Ólafur veistu þú ert ekki að tala við réttan Egil Helgason. Það kom nokkuð á Ólaf sem var alveg sannfærður um að ég væri Egill Blaðamaður Helgason að stríða honum og þurfti ég að beita nokkrum sannfæringarkrafti til að fá hann til að trúa því að ég væri ekki sá sem hann hélt mig vera. Eftir nokkurn tíma sannfærðist hann þó og hlógum við báðir að þessari spaugilegu uppákomu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2007 | 15:47
Meiri forsjárhyggju
Mikið er ég ánægður þessa dagana með nýtilkomið reykingabann á veitingastöðum. Frábært að þurfa ekki að anda að sér eiturlofti eða að anga eins og öskubakki eftir heimsókn á veitingastað. En ekki stendur nú á frelsisbullurunum þessa dagana að rakka reykingabannið niður og fara miklum neikvæðum orðum um forsjárhyggju ríkisvaldsins og skerðingum á frelsi einstaklingsins. Rök þessara aðila eru því miður eins og ólundarlegra smákrakka og enginn má hafa vit fyrir öðrum. Ég er hinsvegar svo ánægður með að á mörgum sviðum sé haft vit fyrir mér. Því þó ég sé nú nokkuð vel upplýstur þá þyrfti ég að hafa mig allan við ef ekki nyti við forsjárhyggju þar sem ýmislegt er leyft en annað bannað. Hversu stórt hlutfall reykingafólks ætli óski þess að það hefði aldrei byrjað að reykja? Það held ég að sé býsna stórt hlutfall. Ég hef í gegnum tíðina þekkt marga sem hafa haft mikið fyrir því að hætta að reykja og nokkra þekki ég sem hafa reynt og reynt að hætta en bara geta það ekki. Reykingar eru heldur ekki einkamál neins hvorki á opinberum stöðum né öðrum, þar sem kostnaðurinn við heilsutap reykingamannsins fellur á samfélagið allt. Vona nú bara að stjórnvöld sýni sem fyrst meiri forsjárhyggju og veiti sígarettunni náðarhöggið með banni við sölu sígaretta.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 09:43
Austurevrópsku lögin bara margfallt betri
Æi hvernig væri nú að Eiríkur og fleiri taki tapi sem karlmenn og séu ekki með svona væl. Mér eins og mörgum finnst lagið hans Eiríks stórgott á íslensku en bara því miður hallærislegt á ensku. Mér fannst Eiríki þó takast þetta mjög vel í gær og við geta verið stollt af honum. Það er hinsvegar mjög athyglisvert að þær 10 þjóðir sem komust áfram eru allar frá austur Evrópu. Ég er mikill Eurovision aðdáandi og fullyrði bara að austuevrópsku lögin eru bara margfallt betri lög en þau sem koma frá vesturevrópu. Ætlar einhver að segja mér að þeim hafi t.d. fundist danska eða norska lagið hafa verið góð lög ? Hvað varðar Austurevrópu lögin sem komust áfram í undankeppninni í gær, þá voru lögin frá Serbíu, Makedóníu, Slóveníu, Moldavíu og Georgíu bara alveg stórgóð. Öllu lakari fundust mér þó hin lögin sem komust áfram.
Austurevrópsku þjóðirnar eru ófeimnar við að syngja á eigin tungumáli og ég mæli með að á næsta ári verðum við Íslendingar við sjálfir og syngjum á íslensku.
Eiríkur: Samsæri austantjaldsmafíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 12:27
Óvenjuleg sjón – Hrafnslaupur í rafmagnsmastri
Á ferð um suðurland í gær, ókum við framhjá þessum hrafnslaup hátt í rafmagnsmastri. Ég hef ekki séð slíka staðsetningu áður og skil ekki hvernig hrafninum hefur tekist að raða saman laup sínum á þessum stað.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 23:39
Ábyrg efnahagsstjórn eða Stalínísk stóriðjustefna ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2007 | 23:01
Nýja lookið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 18:17
Pabbinn
Í gærkvöldi var mér og konunni boðið að sjá sýninguna Pabbinn sem hann Bjarni Haukur Hellisbúi hefur sett upp í Iðnó í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Ég hló svo mikið að ég bara verð að benda fólki á að sjá þetta - maður sá sjálfan sig í býsna mörgum atriðum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 09:21
Endaði í rúminu í 3 daga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 15:46
Skíðaiðkun á suðvesturlandi
Jæja skv. skrifum á skidasvaedi.is er stefnt að opnun einhverra lyfta í Bláfjöllum á morgun eða laugardag. Ég er eins og spenntur smákrakki og get varla beðið eftir að opnuninni. Langt er um liðið síðan skíðasvæðið á Akureyri var opnað og er það að mestu þakkað góðum snjógirðingum og ekki síst snjóframleiðslu með snjóbyssum. Snjóbyssur eru eitthvað sem við þyrftum að hafa hér suðvestanlands, þar sem ef það er norðanátt er frost og engin úrkoma, en ef það er sunnanátt þá rignir. Mér skylst að ekki sé hægt að koma við snjóbyssu í Bláfjöllum þar sem þar vantar vatn, það hripar allt niður í gljúpan jarðveginn. Öðru vísi held ég að aðstæðum hátti í Skálafelli, þar er nóg vatn og yfirleitt að því er þar kaldara skylst mér en í Bláfjöllum. Því skil ég ekki afhverju ekki eru snjóbyssur í Skálafelli. Hvað varð um byssurnar sem til voru í Hamragili ? (Fyrir þá sem ekki vita var skíðasvæðinu í Hamragili lokað síðasta vor).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)