Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Hækkun tekjuskatts prósentu vinnuhvetjandi en ekki letjandi

Það er vinsælt þessa dagana að halda því fram að hækkun tekjuskattsprósentu sé vinnuletjandi og verði þess valdandi að folk vinni minna.  Það þurfi engan kjarnorkueðlisfræðing til að sjá það.  Velti hinsvegar fyrir mér hvort hægt sé að vísa í einhvern hagfræðing þessu til stuðnings frekar en kjarnorkueðlisfræðing.  Staðreyndin er hinsvegar sú að hærri tekjuskatts prósenta leiðir til lægri nettó launa í vasann, sem hlýtur þá mun frekar að leiða til þess að venjulegt fólk þurfi að vinna meira en ekki minna til að endar nái saman.  Hækkun tekjuskattsprósentu hlýtur því að vera vinnuhvetjandi en ekki letjandi.

Ég ætla einnig að leyfa mér að halda því fram að þó fólk hafi vel til hnífs og skeiðar þá eftir því sem fólk hefur hærri laun þá vinni það minna en ekki öfugt, nema það vinni bara ánægjunnar vegna og þá skipta skattar líka engu máli.

Þrepaskipt skattprósenta held ég hinsvegar að geti verið varasamt fyrirbæri og virkað vinnuletjandi fyrir þá sem eru við þrepamörkin.   

Nígeríumenn Norðursins

Ég held að eins og staðan er í dag geti ríkisstjórnin lítið gert  í því sem mestu skiptir !  Það er íslenskt orðspor sem því miður er þannig að enginn vill eiga viðskipti við okkur - við erum Nígeríumenn Norðursins.  Einhverjar niðurfellingar skulda til fyrirtækjanna eða heimilanna á kostnað erlendra kröfuhafa væru til dæmis til að hella olíu á eldinn.  Þetta er bara alþekkt í viðskiptum í dag - íslensk félög hafa engar ábyrgðir að baki sínum viðskiptum vegna hruns íslensku bankanna og enginn erlendur banki vill gangast í ábyrgð fyrir íslenskt fyrirtæki.
mbl.is Ævistarfið farið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gætum við endað svona ?

Flestir trúa því líklegast að við munum endurfæðast eftir veru okkar hér á jörðu - En hvað ef við fæðumst ekki aftur sem menn ?  Heldur sem svín eða kjúklingar !  Hversu ánægjulegt ætli það væri ?  Það er hræðileg tilhugsun, en gefur okkur þó betri skilning á að svona meðferð á dýrum er ólíðandi.
mbl.is Grísir soðnir lifandi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin kúgaðist

Ætli það sé ekki réttara að segja að Samfylkingin hafi kúgast frekar bugast.  Mér hefur amk verið flökurt yfir Sjálfstæðisflokknum og ekki minnkar velgjan við lestur þessarar  vælugreinar Sjálfstæðismanna á mbl.is nú að morgni nýrra tíma á Íslandi.   
mbl.is „Samfylkingin bugaðist"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hagsbótar fyrir hvern ?

Frelsisbullarnarnir í sjálfgræðisflokknum mala enn.  Til hagsbóta fyrir hvern skyldi það vera að fella niður hámarksgildi koffíns í drykkjarvörum ?  Fyrir neytandann ?  Nei varla ! því þó flestir telji sig eftirtektarsama og gáfaðri en meðaljóninn þá á fólk almennt erfitt með að vita nákvæmlega hvað sé eðillegt eða rétt að matvæli eða drykkjarvörur sem það neytir innihaldi.  Þessi niðurfelling er gerð fyrir framleiðendur og söluaðila, sem og frjálshyggjudraumóralýð - enga aðra ! 
mbl.is Hámarksgildi koffíns í drykkjarvörum fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprengjum bara það sem okkur sýnist

Það er bara ekkert tillit tekið til okkar sprengjuáhugamanna og því eru menn bara að sprengja í tætlur það sem þeim sýnist. Ríkið tekur af okkur skatta og gjöld, en kemur ekkert til móts við okkur t.d. með því að skaffa okkur byggingar eða landsvæði til sprenginga  Það hefur orðið sprenging í fjölda sprengjuáhugamanna undanfarin ár og það eru ekki bara menn sem sprengja í dag á gamlárskvöld heldur er þetta bara orðið áhugamál og lífstíll fjölda manna allt árið um kring.  Það bara verður að koma til móts við þennan hóp. Að kalla okkur skemmdarvarga er bara alger dónaskapur meðan ekkert tillit er tekið til okkar. 
mbl.is Fordæma akstur utan vega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorkenni þeim ekkert

Ég vona að síðastliðnir dagar hafi fengið Íslendinga til að hugsa sig aðeins um og líta í eigin barm.  Hvort þeir þurfi virkilega að eiga jafn stóra og eyðslufreka bíla og þeir eiga.  Um síðustu helgi var í heimsókn hjá mér mikilsmetinn Finni, sem ferðast hefur vegna vinnu sinnar meira eða minna um allan heiminn.  Hann gat ekki stillt sig um að láta í ljós undrun sína yfir bílaflota landsmanna og þá sérstaklega hvað varðar risa pallbíla og fjölda fjórhjóladrifinna ökutækja.  Þetta var ekki hrifningarundrun.  Ég get ekki sagt að ég hafi samúð með 4x4 mönnum sem voru að mótmæla og keyra um götur borgarinnar á fáránlega stórum og eyðslufrekum ökutækjum sínum, sem mörg hver taka allt að fjórum bílastæðum þegar þeim er lagt.  Einnig hef ég enga samúð með vöruflutningabílstjórum.  Óheyrilegur rekstrarkostnaður vegakerfisins er algerlega af þeirra völdum.  Einn flutningabíll er víst að slíta vegununum á við 30.000 fólksbíla. Einnig hefur þurft að enduruppbyggja þjóðvegi landsins til að þola hinn gríðarlega öxulþunga þessara bifreiða, sem fara sívaxandi í stærð og þyngd.  Ég vona bara að hærra eldsneytisverð verði til þess að frekar verði hugað að sjóflutningum, en í þann flutningsfarveg mætti einmitt gjarnan beina flutningum.  Það er án efa þjóðhagslega mun hagkvæmara, þar sem því fylgir minni viðhalds og uppbyggingarkostnaður vega landsins.


mbl.is Bensínverð lægst á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning dagsins

FjallJæja ég hef verið afspyrnu latur að blogga um mjög langt skeið.  Reyndar hef ég haft yfirdrifið nóg að gera.  Jæja en hvað um það.  Um síðustu helgi fékk ég mér skemmtilegan göngutúr í fallegu umhverfi og haustið skartaði sínu fegursta.  Ég tók margar myndir og setti eina þeirra sem skjámynd í tölvuna mína í vinnunni.  Ýmsir hafa kommentað á myndina og spurt hvar hún sé tekin.  Enginn hefur hinsvegar viljað trúa svarinu.  Ég ætla því að leyfa öðrum að njóta myndarinnar en spurning dagsins er sem sagt hvar er myndin tekin ? 


Skipulagsmistök í uppsiglingu

Álafosskvos yfirlitsmyndÉg hef verið búsettur í Mosfellsbæ nú í haust í 9 ár.  Fljótlega eftir að ég flutti uppgötvaði ég Álafosskvosina, sem frábæran stað til að vera á, þó ég reyndar búi í allnokkurri fjarlægð frá henni.  Ganga frá íþróttahúsinu eða miðbæ Mosfellsbæjar uppí Álafosskvos og uppfyrir hana er einhver skemmtilegasta ganga sem hægt er að fara í bænum.  Þar sem miðbæjar-, íþrótta- og hlégarðssvæðið mæta svæðinu neðan Álafosskvosar í kvosinni við Vesturlandsveg má segja að að sé miðja bæjarins en þar er nú þvi miður fyrirhugað að að setja mislæg gatnamót í tengslum við fyrirhugaða legu Helgafellsbrautar.   Þar sem þetta svæði er að því er mér finnst bæði fallegasta svæði bæjarins og miðja bæjarins finnst mér stórslys svo ekki sé meira sagt ef þarna verða mislæg gatnamót.  Það hefur farið meira fyrir umræðu um verndun Álafosskvosarinnar sjálfrar en minna um mislægu gatnamótin sem koma til með að þurfa að verða á þessum Helgafellsvegi og Vesturlandsvegi, en með tilkomu þeirra erum við komin með fyriferðarmikil mislæg gatnamót á besta stað í miðju bæjarins, sem í raun slíta mögulega skemmtilega þróun á þessu svæði í sundur.  Ég held að fáir hafi gert sér grein fyrir þessu.  Ég fyrir mitt leyti ætla rétt að vona að það komi til með að fara fram íbúakosning í Mosfellsbæ um þetta mjög svo eldfima mál.  Í þau 9 ár sem ég hef búið í bænum hefur aldrei komið upp viðlíka deilumál svo ég muni eftir og ekki nema eðlilegt að fram fari íbúakosning um valmöguleika í stöðunni.  Á þeim myndum sem hafa verið lagðar fram til kynningar á framkvæmdinni man ég ekki eftir að hafa séð útfærslu á mislægu gatnamótunum enda væntanlega reynt að gera sem minnst úr vægi þeirra.  Á myndinni sem fylgir hér með sjást þessi mislægu gatnamót einmitt ekki.


mbl.is Kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda við endurnýjun fráveitulagna meðfram Varmá hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegt framtak

Stórkostlegt framtak Sýslumannsins á Selfossi að ætla að gera mótorhjól ökunýðinga upptæk.  Mér finnst það reyndar ganga of skammt og tel að menn sem verða uppvísir að glæfraakstri á allt að 200 kílómetra hraða eigi jafn mikið skilið fangelsisdóm og maður sem skýtur í allar áttir úr haglabyssu á almannafæri.

 

Ég velti því fyrir mér hvernig maður eigi að taka margbirtum auglýsingum mótórhjólamanna undanfarna mánuði um að taka tillit til þeirra í umferðinni, þegar tillitsleysi stórs hluta þeirra sjálfra virðist algjört gagnvart öðrum borgurum í umferðinni.  Ég velti því líka fyrir mér hvort það sé ekki af tillittsemi við samborgarana að það virðist vinsælast í dag meðal mótorhjólamanna að hávaðinn frá mótorhjóli þeirra sé sem allra mestur.   Kærar þakkir fyrir það !  Það er nefninlega svo yndislega gaman að hafa mótorhjóladrunur í eyrunum hvenær sem er dags eða nætur.

 

Sorry en fyrir mér er í  bara að verða samansemmerki á milli mótorhjólamanna, ofbeldis og glæpamanna.


mbl.is Vill að mótorhjólin verði gerð upptæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Egill Helgason
Egill Helgason
Höfundur er oft hugsi yfir ýmsu.  Klórar sér oft í höfðinu.  Finnst alveg svakalega margt, en er dapurlega latur við að blogga.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband